Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fyrsti dagur Ljósanætur fór vel fram
Föstudagur 31. ágúst 2007 kl. 10:12

Fyrsti dagur Ljósanætur fór vel fram

Hátíðarhöld á fyrsta degi Ljósanæturhátíðarinnar í Reykjanesbæ fóru vel fram að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Fjölmennt var í miðbæ Reykjanesbæjar fram undir miðnætti í gær. Listsýningar opnuðu víða um bæinn og efnt var til útitónleika á Keflavíkurtúni við DUUS-húsin. Þá var einnig fjölmenni á flugeldasýningu sem haldin var á Kambi í Innri Njarðvík.

Í dag er fjölbreytt dagskrá um allan bæ, líkt og í gær. Þá verður mikil dagskrá í kvöld á túninu við DUUS sem verður í boði Samkaupa. Meðal annars verður 5000 fyrstu gestunum boðið upp á kjarngóða kjötsúpu.

 

Mynd: Frá hátíðarsvæðinu við DUUS í gærkvöldi. Ljósmynd: Þorgils Jónsson


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024