Fyrsta gróðursetningin í Skógarlundi
Elstu nemendur, skólastjórnendur og foreldar Heilsuleikskólans Skógaráss gróðursettu nýlega 24 tré í lundi sem skólinn fékk úthlutað til að rækta í og heitir nú Skógarlundur. Alls voru 24 tré gróursett eða jafnmörg og elstu nemendur leikskólans.
Trén voru gjöf frá KADECO en Jón Ástráður Jónsson fulltrúi Þróunarfélagsins fór með hópnum þegar fyrsta gróðursetningin var gerð. „Er það von okkar að í framtíðinni verði þarna kominn ágætis skógarrjóður og útikennslustofa en okkur hafði í nokkur ár dreymt um útikennslustofu,“ segir á heimasíðu skólans.