Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fyrsta ganga sumarsins
Þriðjudagur 4. júní 2013 kl. 08:59

Fyrsta ganga sumarsins

5. júní Bláa Lónið – Gálgaklettar *

Fyrsta ganga Reykjanesgönguferða verður farin miðvikudaginn 5. júní, lagt af stað frá Vesturbraut 12, húsnæði Hópferða Sævars kl 19:00, ekið verður að Bláa Lóninu þar sem byrjað verður með kynningu á dagskrá Reykjanesgönguferða 2013 frá Bláa Lóninu verður göngufólk leyst út með nesti.
Genginn verður nýr göngustígur sem liggur á milli Bláa Lónsins og Grindavíkur stígurinn nefnist Orkustígur og liggur að fjallinu Þorbirni þar verður sveigt út af stígnum og gengið uppundir Gálgakletta þaðan verður gengin hluti af gamalli þjóðleið sem nefnist Skógfellavegur og endað við malarnámið við Hagafell.
Gönguferðin tekur u.þ.b 2 klst

Leiðsögumaður verður Rannveig Garðarsdóttir.

Kostnaður: kr 1500 frítt fyrir 12 ára og yngri

Allir velkomnir
 
Upphafsstaður: Vesturbraut 12, Hópferðir Sævars kl 19:00

Hvenær: kl 19:00


Heilræði:
* Léttan bakpoka.
* Viðeigandi hlífðarfatnað eftir veðri (t.d. aukapeysu, sokka, vettlinga, húfu).
* Létt nesti (t.d. samloku, ávexti, kex).
* Góðir gönguskór.
* Góða skapið.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024