Fyrsta eintakið afhent
Á þriðjudag afhenti Stefán Hjörleifsson framkvæmdastjóri Ljósalagsins Guðbrandi Einarssyni formanni Ljósalagsnefndarinnar fyrsta eintakið af geisladisknum Ljósalagið 2003. Á myndinni má sjá Steinþór Jónsson formann Ljósnæturnefndarinnar og Valþór Söring Jónsson fulltrúa söluaðila.
Hafin er sala á Ljósalaginu 2003, en geisladiskurinn inniheldur þau 10 lög sem keppa um titilinn Ljósalagið 2003. Körfuknattleiksdeild UMFN sér um sölu á geisladisknum og verður gengið í hús í Reykjanesbæ og diskurinn boðinn til sölu. Ljósalagskeppnin verður haldin í Stapanum föstudaginn 5. september og þar kemur í ljós hvaða lag verður valið Ljósalagið 2003. Þeir sem vilja panta geisladiskinn er bent á að hringja í síma 697-9797.
Hafin er sala á Ljósalaginu 2003, en geisladiskurinn inniheldur þau 10 lög sem keppa um titilinn Ljósalagið 2003. Körfuknattleiksdeild UMFN sér um sölu á geisladisknum og verður gengið í hús í Reykjanesbæ og diskurinn boðinn til sölu. Ljósalagskeppnin verður haldin í Stapanum föstudaginn 5. september og þar kemur í ljós hvaða lag verður valið Ljósalagið 2003. Þeir sem vilja panta geisladiskinn er bent á að hringja í síma 697-9797.