Fyrsta alþjóðlega SólstöðuTangóhátíðin
– á Íslandi 5. – 8. Júní 2014
Tangóævintýrafélagið og Helen „La Vikinga“ Halldórsdóttir, tangókennari- skólastjóri og tangóskóhönnuður með meiru standa fyrir þessari fyrstu alþjóðlegu SólstöðuTangóhátíð 5. – 8. Júní á Northern Light Inn hótelinu í Svartsengi.
Það eru virtir og reyndir gestakennarar sem munu koma til Íslands til að kenna á hátíðinni:
Helen „La Vikinga“ Halldórsdóttir ásamt Adrian Coria
Pino Dangiola ásamt Gilda Stilbäck
Þá kemur einnig tónlistarfólkið Juanjo Passo - bandoneonleikari og Hedda Heiskanen – fiðluleikari en þau munu vígja hátíðina með sérstökum tónlistarflutningi úti í hrauninu undir miðnætti 5. Júní ásamt söngkonunni Svanlaugu Jóhannsdóttur – sópran.
Tangóböll, svokallaðar Milongur verða á hverju kvöldi fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Hátíðaballið verður haldið á laugardagskvöldinu í Salthúsinu í Grindavík og dansað frá kl. 21 – 03. Lifandi tónlist með Juanjo Passi, Heddu Heiskanen og Snorra Sigfúsi Birgissyni píanóleikara og tangósýningar. DJ kvöldsins verður Laura Valentino.
Byrjendanámskeið fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref verða alla daga á undan böllunum, Svana og Rut kenna og tangósýningar verða á hverju kvöldi.
Námskeið og tangóböll verða alla dagana og hægt er að skoða dagskrána á heimasíðu Tangóævintýrafélagsins: www.tangoadventure.com