Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fyrrum aðmíráll verndari Flugakademíu Keilis
Föstudagur 20. september 2013 kl. 13:30

Fyrrum aðmíráll verndari Flugakademíu Keilis

Thomas L. Hall, fyrrverandi aðmíráll Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, hefur gerst verndari Flugakademíu Keilis á Ásbrú.

Thomas var í gær heiðraður fyrir störf sín hér á landi. Athöfnin fór fram í Keili og viðstaddir voru margir af vinum hans hér á landi.

Thomas er mikill Íslandsvinur og hefur verið tíður gestur hérlendis allt frá því að hann yfirgaf landið á sínum tíma. Eiginkona hans Barbara er meðal annars verndari Garðvangs í Garðinum en þau hjónin voru búsett hérlendis á árunum 1992-1998.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024