Fyrirliði íslenska landsliðsins vill hamborgarhrygg á jólunum
Aron Einar Gunnarsson er í viðtali í jólablaði Fríhafnarinnar.
„Eftirminnilegustu jólagjafirnar eru þessar persónulegu,“ segir fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, Aron Einar Gunnarsson, í viðtali í jólablaði Fríhafnarinnar. Það mæðir mikið á Aroni og félögum í kvöld þegar þeir mæta Króötum í seinni leik í umspili um að komast á HM í Brasilíu næsta sumar.
Í viðtalinu segir Aron að í þetta sinn muni hann halda jól í faðmi fjölskyldu sinnar því landsliðið eigi heimaleik annan dag jóla. Hann tekur þó fram að jól og jólaundirbúningur eigi eðlilega ekki hug hans allan þessa dagana. Hann vilji þó hamborgarhrygg í matinn. Þá segir hann að liðsmenn reyni að forðast það að hittast yfir jólin og einbeiti sér frekar að því að verja tímanum með fjölskyldum sínum.
Hér má finna jólablað Fríhafnarinnar sem kemur út núna í fyrsta sinn. Í blaðinu eru alls kyns jólagjafahugmyndir, upplýsingar um jólabjór, jólasælgæti, jólatísku, skemmtileg viðtöl og margt fleira. Ef lesendum líst vel á einhverja vöru í blaðinu er hægt að smella á hana og komast þá beint inn á heimasíðu Fríhafnarinnar þar sem hægt er að nýta sér Express þjónustu og panta á netinu.
Myndin af Aroni er tekin af Twitter.
Forsíða jólablaðs Fríhafnarinnar: