Fyrirlestur um íslenskar barnabókmenntir
Bókasafn Reykjanesbæjar og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum mun bjóða upp á fyrirlestur um íslenskar barnabókmenntir í húsakynnum bókasafnsins í kvöld klukkan 20. Fyrirlesari er Katrín Jakobsdóttir íslenskufræðingur.
Sagt verður frá upphafi íslenskra barnabóka og stiklað á stóru í sögu þeirra fram undir aldamótin 2000. Ennfremur verða þýddar barnabækur skoðaðar en áhrif þýðinga á íslenska barnamenningu eru ótvíræð. Aðaláhersla verður þó lögð á eftirtektarverðar íslenskar barnabækur frá síðustu árum og nokkrar slíkar skoðaðar sérstaklega, þeirra á meðal verðlaunabækur.
Staður: Bókasafn Reykjnesbæjar. Stund: 28. febrúar kl. 20:00.
Skráning er hjá MSS en frítt er á fyrirlesturinn.
Af vef Reykjanesbæjar