Fyrirlestur í Andrews með Jónínu Ben
NordicHealth og Jónína Ben íþróttafræðingur halda fyrirlestur um nýjar leiðir gegn lífsstílssjúkdómum í Andrews-salnum á Ásbrú sunnudaginn 25. mars kl. 16.00 -17.00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Jónína hefur farið víða um land með fullt hús gesta á fyrirlestrum en þar kynnir hún nýtt heilsuverkefni, „Í Form á 40 dögum“ sem byggir á verkefnabók, DVD diski með fimm fyrirlestrum og sérstökum slökunardiski. Í þessu heilsuverkefni er fólki kennt á áhrifaríkan hátt að takast á við heilsuna, hægja á öldrun, léttast og forðast lífsstílssjúkdóma.
Það eru margar rannsóknir sem sýna að vestræn matarmenning ýti undir lífsstílssjúkdóma líkt og sykursýki 2, hjarta- og æðasjúkdóma, ofnæmissjúkdóma, húðsjúkdóma, þunglyndi, kvíða, síþreytu og fleiri sjúkdóma sem hellast yfir samfélagið vegna lífsstíls. En við getum lifað án lífsstílssjúkdóma og um það fjallar fyrirlesturinn.
Hvað þurfum við að gera til þess að lifa heilbrigðu lífi í heilbrigðu samfélagi?