Fyrirlestrar á vegum Víðis á miðvikudagskvöld
Miðvikudagskvöldið 14. september n.k. kl.19.30 mun hin kunni næringafræðingur og Garðmaður Ólafur Gunnar Sæmundsson halda fyrirlestur í Víðishúsinu Fyrirlesturinn er opinn öllum, en aðgangseyrir er 1.000 kr. Á fyrirlestrinum mun Ólafur fjalla um viss grunndvallaratriði næringarfræðinnar og gera tilraun til við að svara spurningunni:
„Hvað felst í hugtakinu hollt og óhollt mataræði?“ mun Ólafur leitast við að fjalla um ýmsa næringarþætti sem eru ofarlega á baugi í umræðunni dag s.s.:
• Er lífrænt ræktuð fæða hollari en fæða ræktuð á „hefðbundinn“ hátt?
• Fer mataræði barna versnandi ár frá ári og hvað felst í hugtakinu: „Hefðbundinn íslenskur matur?“
• Er sykurneyslan alltaf að aukast og er sykur hættulegt efni sem leiðir meðal annars til ofvirkni hjá börnum?
• Er neysla fæðubótarefna nauðsynleg eða getur hún jafnvel verið skaðleg?