Furðuverur bíða eftir hlutverki
Það eru margar skrítnar verur í gluggum verslunarinnar Stapafells við Hafnargötu í Keflavík í dag. Þessar verur bíða eftir hlutverki á morgun, sjálfan öskudaginn. Við erum að sjálfsögðu að ræða um öskudagsbúninga af ýmsu tagi. Ófrýnilegt andlit var á glugganum þegar ljósmyndarinn var á ferðinni í dag. Hann var nokkuð viss um það að þetta var ekki spegilmynd sín... Við hliðina var doppóttur dalmatíuhundur og þar næst kom eitthvað vöðvabúnt. Allt þetta má svo kaupa á nýju kortatímabili hjá VISA, þannig að fyrir korthafa er öskudagurinn ekki nærri því strax...