Fundur um fíkniefni og forvarnir í 88 Húsinu
Gunnar Örn Örlygsson hefur boðað til fundar um fíkniefni og forvarnir gegn þeim í 88 Húsinu í Reykjanesbæ í kvöld kl. 20:00. Gunnar býður sig fram í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Fundarstjóri á fundinum verður Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, en framsögumenn á fundinum eru Magnús Stefánsson, Þorbjörn Jensson, Gylfi J. Gylfason og Hjördís Árnadóttir.
Léttar veitingar verða í boði á fundinum og eru allir velkomnir.
Fundarstjóri á fundinum verður Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, en framsögumenn á fundinum eru Magnús Stefánsson, Þorbjörn Jensson, Gylfi J. Gylfason og Hjördís Árnadóttir.
Léttar veitingar verða í boði á fundinum og eru allir velkomnir.