Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 25. maí 2001 kl. 11:59

Fundu flöskuskeyti í Höfnum

"Þetta var dálítið ævintýralegt. Krakkarnir voru í bekkjarferð á Suðurnesjunum, ásamt foreldrum sínum og voru svo heppnir að finna flöskuskeyti í fjörunni skammt frá Höfnum," segir Þórunn Ólafsdóttir, kennari 7 ára bekks í Ölduselsskóla í Breiðholti í Reykjavík.Fram kemur í skeytinu að flöskunni hafi verið hent í sjóinn við Edinborg 5. október 2000 og innihaldið er bréf frá 7 ára stúlku, ásamt mynd af henni og hárlokki. "Hárlokkurinn fauk reyndar út í veður og vind þarna í fjörunni enda veðrið frekar slæmt þegar þessi merkilegi fundur átti sér stað," segir Þórunn. Skoska stúlkan óskar eftir því að sá sem finni bréfið skrifi henni og verði jafnvel pennavinur áfram og nú á hún von á bréfi frá heilum bekk á Íslandi. "Okkur fannst það stórskemmtilegt verkefni að skrifa stúlkunni og ótrúleg tilviljun að hún skuli vera jafngömul bekknum," segir Þórunn og bætir við: "Kannski verður þetta upphafið að reglubundnu sambandi við hana."

Visir.is greinir frá
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024