Fullt út úr dyrum í Auðarstofu
– handavinnusýning og vöfflukaffi vel sótt í Garðinum
Félagsstarfið Auður í Garði, sem er félagsstarf 60 ára og eldri í Sveitarfélaginu Garði, stóð fyrir handavinnusýningu og flóamarkaði um nýliðna helgi.
Mæting var farmar vonum og fullt út úr dyrum á meðan sýningin var opin. Þá var einnig boðið upp á kaffisölu og rjómavöfflur.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í félagsstarfinu en fleiri myndir má sjá hér.