Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fullt út úr dyrum á 95 ára afmæli Keflavíkurkirkju
Sunnudagur 14. febrúar 2010 kl. 13:30

Fullt út úr dyrum á 95 ára afmæli Keflavíkurkirkju

Keflavíkurkirkja var full út úr dyrum í morgun þegar haldin var guðsþjónusta á 95 ára afmæli kirkjunnar. Eftir messu var síðan boðið upp á kaffiveitingar í safnaðarheimilinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Í safnaðarheimilinu er sögusýning Kirkjunnar í máli og myndum. Gamlar ljósmyndir úr starfi eru á veggjum og einnig úrklippur úr fjölmiðlum.


Sögu Keflavíkurkirkju var einnig gert skil í fyrirlestri sem hófst í kirkjunni nú í hádeginu. Þegar ljósmyndari Víkurfrétta var á ferðinni í kirkjunni var dr. Gunnar Kristjánsson að hefja erindi sitt.


Í kvöld, kl. 20:00 eru gospeltónleikar í kirkjunni undir stjórn Óskars Einarssonar.


Meðfylgjandi myndir voru teknar í Keflavíkurkirkju og Kirkjulundi nú í hádeginu.

Gamlar myndir er alltaf forvitnilegt að skoða.


Veitingaþjónustan Menu bauð upp á snittur og annað með kaffinu í Kirkjulundi.


Á veggjum eru bæði myndir úr starfi og fréttaúrklippur úr fjölmiðlum.

VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson