Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fullorðinsföndur - Artmoney vinnustofa í Bókasafni Reykjanesbæjar
Mánudagur 17. september 2018 kl. 11:00

Fullorðinsföndur - Artmoney vinnustofa í Bókasafni Reykjanesbæjar

Í tilefni myndlistarsýningarinnar List sem gjaldmiðill – ARTMONEY NORD sem nú stendur yfir í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar býður safnið upp á Artmoney vinnustofu fimmtudagskvöldið 20. september kl. 19.30-21.30.

ARTMONEY NORD er myndlistarverkefni þar sem listamenn af Norðurlöndunum skapa sinn eigin gjaldmiðil.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bókasafnið leggur til efnivið en þátttakendum er einnig frjálst að koma með eigið efni.

Ókeypis er á vinnustofuna og allir velkomnir en mikilvægt er að skrá sig. Það er hægt að gera í afgreiðslu safnsins eða á heimasíðu bókasafnsins. Hlekkur:

https://sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn/moya/formbuilder/index/index/artmoney-vinnustofa-fullordinsfondur