Fullfermi í einu hali
og síminn logaði í Þjóðarsálinni á Rás 2
Víkurfréttir 25. nóvember 1993
Þeir höfðu ástæðu til að brosa strákanir á dragnótabátnum Benna Sæm GK úr Garði þegar þeir komu í land á þriðjudaginn. Þeir fylltu bátinn af boltaþorski í einu hali við svonefnda Kinn í Sandvík á Reykjanesi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þeir fylla bátinn af fiski í einu hali, því í febrúar léku þeir sama leikinn og komu með 26 tonn að landi í Sandgerði, svo síminn logaði í Þjóðarsálinni á Rás 2 daginn eftir.
Þröstur Ólafsson á Benna Sæm GK sagði í samtali við blaðið þegar þeir komu í land með aflann að það hafi verið mikil átök við að koma pokanum inn fyrir og litlu hafi mátt muna að þeir misstu aflann í sjóinn. Fiskurinn fór til vinnslu hjá Fiskþurrkun hf. í Garði.