Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

FS og Verzló deila um lágmenningu í MORFÍS
Fimmtudagur 17. mars 2016 kl. 15:29

FS og Verzló deila um lágmenningu í MORFÍS

Video: Kynning á liði FS - skotið á Verzló

Í kvöld mætast FS og Verzló í undanúrslitum MORFÍS. Umræðuefni kvöldsins er lágmenning þar sem FS er með og Verzló á móti. Víkurfréttir tóku hús á liði FS og forvitnaðist um þessa rúmlega 30 ára mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi. Keppendur eru kynntir til sögunnar í myndbandinu hér að neðan og þjálfarinn Arnar Már Eyfells er tekinn tali þar sem hann tjáir sig um keppni kvöldins, Verzló og lágmenningu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við erum jú Suðurnesjafólk og það býður upp á mikið grin, sérstaklega þegar þú ert með svona háklassa skóla úr Reykjavíkinni. Það verður bara fyndið held ég,“ segir Arnar m.a. í spjallinu.

Keppnin hefst klukkan 19:30 í sal Verslunarskólans og verða farnar rútuferðir frá FS 18:30.

#fsrealtalk #eyfellsdætur