Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

FS-ingurinn Svala: Hræðist köngulær
Sunnudagur 8. nóvember 2015 kl. 06:00

FS-ingurinn Svala: Hræðist köngulær

Svala Sigurðardóttir er FS-ingur vikunnar. Hún er 18 ára Njarðvíkurmær og er á félagsfræðibraut. Hún hræðist köngulær og segir sálfræðina standa upp úr í náminu.

Á hvaða braut ertu? Ég er á Félagsfræðibraut.

Hvaðan ertu og aldur? Ég bý í Njarðvík og er 18 ára gömul.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Helsti kostur FS? Félagslífið er mjög virkt sem ég tel mjög góðan kost.

Áhugamál? Mitt helsta áhugamál er körfubolti og svo er alltaf mjög skemmtilegt að hanga með vinunum.

Hvað hræðistu mest? Kóngulær, þær eru einfaldlega bara ógeðslegar!

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Elva Lísa og Þórhildur eiga eftir að ná langt með litlu hljómsveitina sína.

Hver er fyndnastur í skólanum? Fannar Guðni hefur sitt að segja.

Hvað sástu síðast í bíó? Ég fór á myndina Legend sem var mjög góð.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Quest bar er alveg nauðsynlegt.

Hver er þinn helsti galli? Ég á það til að ofhugsa hlutina og gera úlfalda úr mýflugu.

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? Þessi venjulegu bara, Snapchat, Facebook og Instagram.

Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Ætli ég myndi ekki banna heimanám.

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? Ég er ekki með neinn uppáhalds frasa.

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Mér finnst það mjög virkt og er mjög ánægð með það.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Ég stefni á að útskrifast úr skólanum og svo tekur háskólinn við.

Hver er best klædd/ur í FS? Ætli ég verði ekki að segja Sólborg, hún er alltaf flott í tauinu.


Eftirlætis:

Kennari: Anna Taylor og Haukur Ægis eru snillingar.

Fag í skólanum: Sálfræðin stendur uppúr.

Sjónvarpsþættir: Ég dýrka One tree hill.

Kvikmynd: Dear John er í miklu uppáhaldi.

Hljómsveit/tónlistarmaður: Beyoncé er frábær söngkona.

Leikari: Channig Tatum.

Vefsíður: Google bjargar öllu.

Flíkin: Nike jogging buxurnar.

Skyndibiti: Lemon hefur staðið uppúr undanfarið.

Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)? What's Love got to do with it með Tina Turner.