FS-ingurinn: Alltof dýrt í sjoppunni
Ef Ásta Björk Garðarsdóttir væri skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja þá myndi hún breyta öllu. Uppáhaldsfagið hennar er stærðfræði og Finnbjörn kennari er uppáhaldskennarinn hennar. Lestu meira til að sjá hvað FS-ingi vikunnar finnst um hitt og þetta.
Hvað heitirðu fullu nafni?
Ásta Björk Garðarsdóttir.
Á hvaða braut ertu?
Veit það ekki.
Hvaðan ertu og hvað ertu gömul?
Keflavík og er sextán ára.
Hver er helsti kostur FS?
Eyður í stundatöflu.
Hver eru áhugamálin þín?
Ræktin.
Hvað hræðistu mest?
Hana Sunnu.
Hvaða FSingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Ég, því ég verð fræg.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Amalía.
Hvað sástu síðast í bíó?
Joker.
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Eitthvað sem kostar ekki svona mikið.
Hver er helsti gallinn þinn?
Ég get ekki neitt í skóla.
Hver er helsti kostur þinn?
Ég get sofið lengi.
Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum?
Aur, Snapchat og Instagram.
Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS?
Ég myndi breyta öllu.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?
Ef manneskjan er skemmtileg og fyndin er ég til í að kynnast henni.
Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?
Félagslífið sökkar.
Hver er stefnan fyrir framtíðina?
Ætla örugglega að verða kírópraktor eða nuddari.
Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum?
Ekki neitt.