FS-ingur vikunnar: Skella mér til útlanda og finna mér ríkan gæja
FS-ingur vikunnar:
Nafn: Ástríður Auðbjörg Halldórsdóttir.
Aldur: 16 ára (2007).
Námsbraut: Raunvísindabraut.
Áhugamál: Að vera með vinum og fjölskyldu, tónlist og að lesa góðar bækur.
Ástríður Auðbjörg ákvað að fara í FS eftir að hafa fengið inntöku í Kvennó en henni fannst hún spara tíma og fá tækifæri til að kynnast öllum á Suðurnesjum betur. Ástríður er FS-ingur vikunnar.
Hvers saknar þú mest við grunnskóla? Sakna mest allra kennarana, þeir eru allir meistarar (sérstaklega tímar hjá Torfa stærðfræðikennara).
Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS? FS var annað valið mitt, ég valdi fyrst Kvennó og komst inn en ákvað svo að fara í FS vegna þess að það myndi spara mér tíma og ég myndi kynnast öllum betur sem búa á Suðurnesjum.
Hver er helsti kosturinn við FS? Helsti kosturinn við FS er hvað þetta er bara svipað grunnskólanum, ekkert erfitt. Einnig er félagslífið kostur.
Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Félagslífið er geggjað.
Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Hanna Gróa verður mergjuð körfuboltakona – og ég stefni á að vera geggjaður stuðningsmaður!
Hver er fyndnastur í skólanum? Halldóra er klárlega fyndust, þessi rauðhærða gella lætur mann auðveldlega fara að hlægja ... bíddu Ástrós er lika fyndin, hún er lika rauðhærð.
Hvað hræðist þú mest? Það sem ég hræðist mest er að gera mistök en á yngri árum voru það trúðar og dúkkur sem ég var hrædd við.
Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? Heitt eru klárlega uggs og naps eftir skóla en kalt eru lokaprófin.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? Ég á ekki neitt uppáhaldslag en núna er ég mikið að hlusta á Rich Baby Daddy eða jólalög.
Hver er þinn helsti kostur? Minn helsti kostur er að ég er metnaðarfull og jákvæð.
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Mest notuðu forrit eru Snap og TikTok.
Hver er stefnan fyrir framtíðina? Stefnan fyrir framtíðina er náttúrlega að verða rík. Ef það tekst ekki þá held ég þurfi að skella mér til útlanda og finna mér ríkan gæja. Annars hefur planið verið að klára framhaldsskóla og fara svo í háskóla, pælingin er að fara í lögfræði en það er samt of mikil pappírsvinna þannig ég veit ekki hvort ég enda þar.
Hver er þinn stærsti draumur? Stærsti draumur er að verða rík og eignast mína eigin fjölskyldu.
Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju? Ég myndi lýsa mér sem metnaðarfullri því ég set mér markmið og geri mitt allra besta til þess að ná þeim.