FS-ingur vikunnar: Óttast rottur
FS-ingur vikunnar:
Nafn: Hafþór Ernir Ólason
Aldur: 16
Námsbraut: Félagsvísindabraut
Áhugamál: Stjórnmál, skíði og ferðast
Hafþór Ernir er 16 ára gamall og segist hann hafa mikinn áhuga á stjórnmálum, skíðum og að ferðast. Hafþór stefnir á að vera lögfræðingur í framtíðinni en segir hann að hans stærsti draumur sé að vinna lottóið. Hafþór er ungmenni vikunnar.
Hvað ert þú gamall? 16 ára
Hvers saknar þú mest við grunnskóla? Allra kennarana
Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS? Það er nálægt heimilinu mínu, vinir mínir eru þar og FS er góður skóli
Hver er helsti kosturinn við FS? Það er nálægt heimilinu þannig það er minna ferðalag að fara þangað og FS býður uppá allskonar áfanga sem munu nýtast mér í háskóla
Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Það er mjög gott, það eru allir vinir og alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast.
Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Hermann Borgar af því hann er svo mikið í stjórnmálum
Hver er fyndnastur í skólanum? Björn Ólafur
Hvað hræðist þú mest? Rottur
Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? Ralph lauren er heitt núna en skinny jeans er ískalt
Hvert er uppáhalds lagið þitt? Fair trade með Drake og Travis Scott
Hver er þinn helsti kostur? Ég er með góða dómgreind og leiðtogahæfni
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Snapchat, instagram og spotify
Hver er stefnan fyrir framtíðina? Ég ætla að verða lögfræðingur
Hver er þinn stærsti draumur? Vinna í lottóinu
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju? Ég er mjög ákveðinn. Ég geri það sem ég ætla að gera.