FS-ingur vikunnar: Hugulsöm og heiðarleg en kann ekki á klukku
FS-ingur vikunnar:
Nafn: Ragnheiður Lilja Steindórsdóttir.
Aldur: 17.
Námsbraut: Fjölgreinabraut.
Áhugamál: Körfubolti.
Ragnheiður Lilja Steindórsdóttir er sautján ára og kemur úr Keflavík. Ragnheiður er á fjölgreinabraut í FS og hefur mikinn áhuga á körfubolta og spilar með liði Keflavíkur. Framtíðarplön Ragnheiðar eru að klára FS og flytja svo til Danmerkur.
Á hvaða braut ertu? Fjölgreinabraut.
Hver er helsti kosturinn við FS? Nálægt heima.
Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Örugglega Kristín Embla veit ekki afhverju en hún er bara líklegust.
Skemmtileg saga úr FS? Þegar ég var að spila forseta með Watan og hún var svo pirruð út í mig að hún endaði á að kasta spilunum sínum í andlitið mitt.
Hver er fyndnastur/fyndnust í skólanum? Myndi örugglega segja Watan og Fjóla.
Hver eru helstu áhugamálin þín? Körfubolti.
Hvað hræðistu mest? Snigla.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? Rich Baby daddy og Passionfruit eru alltaf í upphalds.
Hver er þinn helsti kostur? Ég er alltaf tilbúin að hjálpa fjölskyldu og vinum mínum.
Hver er þinn helsti galli? Kann ekki á klukku og kann ekki heldur muninn á hægri og vinstri.
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Örugglega Tiktok og Snapchat.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Heiðarleiki.
Hver er stefnan fyrir framtíðina? Að klára framhaldsskóla og flytja til Danmerkur.
Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Hugulsöm með sterka réttlætiskennd.