FS-ingur vikunnar: Fótboltastjarna sem ætlar að ná langt
FS-ingur vikunnar:
Nafn: Aníta Bergrán Eyjólfsdóttir
Aldur: 16
Námsbraut: Fjölgreinabraut
Áhugamál: Fótbolti
Aníta Bergrán er sextán ára gömul og á fjölgreinabraut í FS. Stefnan hennar fyrir framtíðina er að komast langt í fótboltanum og er hennar stærsti draumur að spila með besta landi í heiminum. Aníta er FS-ingur vikunnar.
Hvað ert þú gömul? 16 ára.
Hvers saknar þú mest við grunnskóla? Krakkanna.
Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS? Það var þæginlegasti valkosturinn með fótboltanum.
Hver er helsti kosturinn við FS? Félagslífið.
Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Mér finnst það geggjað.
Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Elfa Karen af því að hún er frábær í boltanum.
Hver er fyndnastur í skólanum? Hann Sæþór er rosalega fyndinn.
Hvað hræðist þú mest? DJ Watan.
Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? B & L gallinn er heitt og framboðin eru köld.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? Bara allt með Rihanna.
Hver er þinn helsti kostur? Ég er svo sem alveg ágæt í boltanum.
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Snapchat.
Hver er stefnan fyrir framtíðina?
Mig langar að komast langt í fótbolta.
Hver er þinn stærsti draumur?
Spila með besta liði í öllum heiminum.
Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju?
Fótboltastjarna í einu orði.