Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

FS-ingur vikunnar: Ætlar að verða landsins besti pípari
Sunnudagur 12. maí 2024 kl. 06:04

FS-ingur vikunnar: Ætlar að verða landsins besti pípari

FS-ingur vikunnar
Nafn: Hjálmar Þór Sveinsson

Hjálmar þór Sveinsson er á nítjánda ári og kemur úr Garðinum. Hjálmar er á fjölgreinabraut í FS og hefur áhuga á fótbolta, spilakvöldum, pípulögnum, fara í útilegur og að betta! Framtíðarplön Hjálmars er að verða landsins besti pípari.

Á hvaða braut ertu? Ég er á fjölgreinabraut.

Hver er helsti kosturinn við FS? Félagslífið hundrað prósent.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Jóhann Gauti Halldórsson, hann verður frægasta módel Íslands.

Skemmtileg saga úr FS? Þegar ég saug tásurnar á mínum manni Kristófer Mána.

Hver er fyndnastur/fyndnust í skólanum? Stjáni Birks allan daginn.

Hver eru helstu áhugamálin þín? Betta, fótbolti, spilakvöld, pípulagningar og útilegur

Hvað hræðistu mest? Örugglega Kim Jong Un.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Type shit.

Hver er þinn helsti kostur? Er ekkert eðlilega góður að elda.

Hver er þinn helsti galli? Er ömurlegur í að baka.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Betway, Facebook, Instagram.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Traust.

Hver er stefnan fyrir framtíðina? Að verða landsins besti pípari.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Garðbúi.