Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

FS-ingur: Sjórinn er krípí
Laugardagur 21. nóvember 2015 kl. 06:02

FS-ingur: Sjórinn er krípí

Fannar Gíslason er FS-ingur vikunnar að þessu sinni. Hann er 16  ára og kemur úr Keflavík. Hann hefur áhuga á fótbolta og segir að Kumasi sé best klæddur innan veggja skólans.
 

Á hvaða braut ertu? Fjölgreinabraut

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvaðan ertu og aldur? Ég bý í Keflavík og er 16 ára


Helsti kostur FS? Félagslífið


Áhugamál? Ég hef svo sem smá áhuga fyrir fótbolta þó að ég æfi ekki.


Hvað hræðistu mest? Sjóinn, hann er krípí


Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Nökkvi og Gabríel eiga eftir að vera negla niður þristum einhverstaðar í útlöndum


Hver er fyndnastur í skólanum? Pálmi Viðar


Hvað sástu síðast í bíó? Hnísuna, ég er í henni


Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Marlboro eða Salem


Hver er þinn helsti galli? Ég get verið virkilega pirraður og þá líkar engum við mig


Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? Twitter, Snapchat og Facebook


Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Að það mætti vape'a í skólanum #vapelife


Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? „ákveðin skellur“


Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Mjög gott!


Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Ég hef ekki grænan


Hver er best klædd/ur í FS? Hver elskar ekki peysuna hans Árna? Annars er Kumasi Máni drullu nett klæddur.