FS-ingur: Mamma, nennirðu að leggja inná mig?
Gabríel Mattia Luppi er 18 ára FS-ingur og búsettur í Njarðvík. Hann er á félagsfræðibraut og segir að Bogi sé uppáhalds kennarinn.
Á hvaða braut ertu? Félagsfræði
Hvaðan ertu og aldur? Ég er hálfur Ítali og hálfur Íslendingur, er 18 að verða 19 í desember.
Helsti kostur FS? Heilsueflandi skóli.
Áhugamál? Elda fyrir fólk og dansa af mér rassgatið.
Hvað hræðistu mest? Snáka og hákarla
Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Sæmundur Ingi Margeirsson, fyrir listina sína, holy cow hvað hann er góður í sínu fagi
Hver er fyndnastur í skólanum? Pálmi Viðar Pétursson en ekki hvað?
Hvað sástu síðast í bíó? Held Deadpool
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Brandarabók Magga Mix
Hver er þinn helsti galli? Hugsa ekki nógu vel um sjálfan mig
Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? Facebook, Snapchat og Lumman (fótbolta app)
Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? Blessaður og mamma, nennirðu að leggja inná mig?
Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Mjög gott
Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Klára framhaldsskólann og fara í Háskóla og læra Sálfræði.
Hver er best klædd/ur í FS? Veit ekki, fylgist voða lítið með fatnaði hjá fólki
Eftirlætis:
Kennari: Bogi félagsfræði kennari
Fag í skólanum: Íþróttir :)
Sjónvarpsþættir: Núna er Blacklist í uppáhaldi hjá mér
Kvikmynd: The Shawshank Redemption og Pulp Fiction
Hljómsveit/tónlistarmaður: Coldplay og Robbie Williams
Leikari: Jim Carrey
Vefsíður: Fotbolti.net
Flíkin: Klárlega NFS hettupeysan
Skyndibiti: Dominos/ Subway
Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)? Ætli það sé ekki bara ,,Wake me up before you Go-Go´´ eða Total Eclipse Of The Heart…