Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

FS-ingur: Hræðist dönskubækurnar
Sunnudagur 29. september 2013 kl. 10:13

FS-ingur: Hræðist dönskubækurnar

Alexander Freyr Þórisson er FS-ingur vikunnar hjá Víkurfréttum að þessu sinni. Alexander er 16 ára Keflvíkingur sem stundar nám á náttúrufræðibraut við FS. Alexander er mikill hestamaður og stefnir hann á að verða atvinnutamingamaður, þó getur hann vel hugsað sér að verða verkfræðingur líka.

Hvað er skemmtilegast við skólann?
Vinirnir og að kynnast nýju fólki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hjúskaparstaða?
Einhleypur eins og er.

Hvað hræðistu mest?
Þegar amma mætir með dönskubækurnar sínar til að kenna mér dönsku.

Hvað borðar þú í morgunmat?
Cocoa puffs eða Honey Nut Cheerios.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur?
Ísleifur er líklegastur til að verða frægur og þá sem uppistandari.

Hver er fyndnastur í skólanum?
Ég verð eiginlega að nefna hann Ísleif aftur, hann er drepfyndinn drengurinn.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Það væri flott að fá salatbar þangað.

Hver er þinn helsti galli?
Úff þeir eru örugglega allt of margir, kannski versti gallinn sé skortur á athygli.

Hvað er heitasta parið í skólanum?
No comment.

Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?
Lengja skólann. Nei djók. Mér dettur ekkert í hug.

Af hverju valdir þú FS?
Stutt í skólann þar sem ég bý í Keflavík.

Áttu þér viðurnefni?
Oft kallaður Lexi eða Alex.

Hvaða frasa notar þú oftast?
„Blessaður.“

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Fínt það sem komið er.

Áhugamál?
Hestamennska og veiði.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
Verkfræðingur og/eða atvinnutamningamaður.

Hvað finnst þér um Hnísuna?
Þeir eru snillingar.

Ertu að vinna með skóla?
Nei.

Hver er best klædd/ur í FS?
Hanna Magga frænka mín.

Eftirlætis:
Sjónvarpsþættir: Suits

Hljómsveit: Avicii

Leikari: Johnny Depp

Vefsíður: Hestafrettir.is og youtube.com

Flík: Nýju Top Riter reiðbuxurnar, mínar ekki spurning.

Skyndibiti: Olsen Olsen eða Villaburger

Kennari: Þorvaldur íslenskukennari.

Fag: Stærðfræðin.

Tónlistin: Allt nema óperur og sinfóníur.

Hvað tónlist fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Sigur Rós.