Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

fs-ingur: Er mjög dugleg að borða í eldhúsinu yfir hátíðarnar
Laugardagur 19. desember 2015 kl. 07:00

fs-ingur: Er mjög dugleg að borða í eldhúsinu yfir hátíðarnar

María Rose Bustos er 19 ára Keflavíkurmær. Hún var að útskrifast úr FS og ætlar sér að vera dugleg að borða yfir hátíðarnar. Die Hard er uppáhalds jólamyndin og hún ætlar sér ekki að borða skötu á Þorláksmessu.
 

Jólahefðir hjá þér?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ég er ekki beint vanaföst manneskja en það er sumt sem ég hreinlega get ekki sleppt að gera á jólunum. Ég þarf t.d. alltaf að horfa á Breakfast at Tiffany‘s á aðfangadegi og borða Mars kökurnar hennar mömmu á meðan. Síðan er eitt sem fjölskyldan hefur alltaf gert frá því að ég man eftir mér en það er að við vöknum eldsnemma á jóladag og kíkjum í sokkinn okkar þar semvið fáum að sjálfsögðu líka frá bandaríska jólasveininum.


Ertu dugleg í eldhúsinu yfir hátíðarnar?

Ég er mjög dugleg að borða í eldhúsinu yfir hátíðarnar. Telst það með?


Hvar kaupir þú jólagjafirnar?

Það fer eiginlega eftir ýmsu, ég get ekki sagt að ég sé með einhverja ákveðna staði þar sem ég kaupi alltaf jólagjafirnar.


Gefur þú margar jólagjafir?

Í allri hreinskilni sagt þá þarf ég alveg að fara að bæta jólagjafakaupin mín. Þetta er orðið það slæmt að ef að mér tekst að gefa mömmu jólagjöf þá er ég sátt. Ég verð vonandi orðin betri í þessu eftir nokkur ár, en örugglega ekki samt.


Hver er besta jólamyndin?

Ég verð eiginlega að segja Die Hard. Ég elska samt líka Grinch því hann er krúttlegur og grænn.


Hvaða lag kemur þér í jólaskap?

Besta jólalag allra tíma er án efa Baby, It‘s Cold Outside með Dean Martin og Martina McBride. Það er algörlega ómögulegt að hlusta á þetta lag án þess að komast í jólagírinn.


Hvernig er dæmigerður aðfangadagur hjá þér?

Ég leyfi mér oftast að sofa smá fram eftir og síðan förum við fjölskyldan til ömmu í matarboð. Eftir það förum við oftast að skutla pökkunum á rétta staði ef það er eftir (og það er oftast) og síðan horfi ég á Breakfast at Tiffany‘s með Mars kökurnar í rólegheitunum á meðan restin af fjölskyldunni er sveitt við að undirbúa jólin. Varstu ekki annars bara að tala um daginn eða líka kvöldið hehe?


Hvað er í matinn á aðfangadag?

Þetta eru fyrstu jólin mín sem grænmetisæta þannig að ég ætla að elda mér hnetusteik. Ég er að biðja til Guðs að það heppnist hjá mér.


Hvað langar þig í jólagjöf?

Ég er það mikill lúði að mig langar alveg gríðarlega mikið í safapressu, hef samt ekki hugmynd af hverju og ég kem mest líklegast aldrei til með að nota hana.
 

Eru einhverjar hefðir í kringum Þorláksmessu hjá þér? (Borðar þú skötu?)

Nei, í rauninni ekki og þar sem ég er grænmetisæta þá borða ég ekki skötu en ég gerði það ekki heldur áður en ég varð það. Oj, lyktin er nógu vond.