Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

FS-ingur: Er gallalaus
Miðvikudagur 5. nóvember 2014 kl. 14:57

FS-ingur: Er gallalaus

Nemanja Latinovic er 19 ára Grindvíkingur, sem stundar nám á félagsfræðibraut FS. Oftast er hann kallaður Nemó. Hann er á því að það vanti óhollan mat í mötuneyti FS, en hann myndi stytta hádegið ef hann fengi að vera skólameistari FS. Hann stefnir á lögfræði í framtíðinni.

Helsti kostur FS?
Félagslífið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hjúskaparstaða?
Á lausu.

Hvað hræðistu mest?
Köngulær.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Boris Jugovic, vegna yfirburða hæfileika hans í fótbolta.

Hver er fyndnastur í skólanum?
Helgi Þór Hafsteinsson fær titilinn fyndnasti maður í skólanum.

Hvað sástu síðast í bíó?
Var að gera íslensku verkefni og fór á Corn Island, hún var skelfileg.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Óhollan mat.

Hver er þinn helsti galli?
Enginn, ég er fullkominn.

Hvað er heitasta parið í skólanum?
Kristinn Sveinn og Íris Ósk, (staðfest)

Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?
Hádegið er allt of langt.

Áttu þér viðurnefni?
Er kallaður Nemó.

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?
Bjútifúl.

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Það er bara ágætt.

Áhugamál?
Fótbolti.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
Lögfræði.

Ertu að vinna með skóla?
Er ekki að vinna með skóla.

Hver er best klædd/ur í FS?
Ivan Jugovic er að púlla Ralph Lauren grimmt!


Eftirlætis:

Kennari
Atli Þorsteins er skemmtileg týpa

Fag í skólanum
Nátturufræði 113

Sjónvarpsþættir
Sherlock, Breaking Bad og House of cards.

Kvikmynd
Lord of the rings trilogy.

Hljómsveit/tónlistarmaður
Kanye West - Flume.

Leikari
Leonardo DiCaprio.

Vefsíður
Fótbolti.net, deildu.net

Flíkin
Sixpencerinn

Skyndibiti
Fridays

Hvað tónlist/lag fílarðu í laumi (guilty pleasure)?
Bon Iver.