Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

FS-ingur: Allar Joggingbuxur eru góðar buxur
Laugardagur 16. nóvember 2013 kl. 10:15

FS-ingur: Allar Joggingbuxur eru góðar buxur

Ólafur Ingvi Hansson er á viðskipta- og hagfræðibraut í FS. Ólafur er 18 ára gamall og býr í Reykjanesbæ. Ólafur segist spenntur fyrir því að vinni í kvikmyndageiranum í framtíðinni. Hvort sem það verður fyrir aftan eða framan myndavélina.

Hvað er skemmtilegast við skólann?
Það er eflaust félagslífið, ég hef alltaf talið mig vera frekan og þess vegna reyndi ég að komast í sem hæsta stöðu í nemendafélaginu til að tryggja að allir þyrftu að lúta mínum vilja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hjúskaparstaða?
Ég er á föstu, ótrúlegt en satt þá þolir eitthver að umgangast mig alla daga vikunar. Ég er mjög heppinn.

Hvað hræðistu mest?
Eins ókarlmannlega og kjánalega og það hljómar, þá er fátt sem hræðir mig meira en draugar og draugagangur. Það þarf ekki nema eitt ljósaflökt og þá er ég skjálfandi af hræðslu.

Hvað borðar þú í morgunmat?
Ég er ekki einn af þeim sem vakna klukkan sex til að fara í spinning. Að sama leyti er ég lítið að pæla í því að fá næringaríka máltíð á mikilvægasta tíma sólarhringsins. Þess vegna er vekjaraklukkan stillt klukkan 7:55, ég kominn út í bíl klukkan átta og fæ mér síðan bara hádegismat þegar að því kemur.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur?
Það er gífurlegt magn af hæfileikaríku íþróttafólki, sem og frábærum söngvurum í skólanum, eins og ég fékk að kynnast á Hljóðnemanum, það væri ósanngjarnt að nefna eitthvern einn þegar svo margir eru á hraðbraut í átt til frægðarinnar.

Hver er fyndnastur í skólanum?
Vinir mínir hafa alveg einstakan húmor og þó margir skilji hann ekki, þá skemmtum við okkur alltaf konunglega þegar við byrjum að reita af okkur brandara.

Hvað sástu síðast í bíó og hvernig var sú mynd?
Ætli það hafi ekki bara verið Bad Grandpa. Hún var fínasta skemmtun en meira svona „downloada og horfa á heima með strákunum“ mynd, frekar enn „fara í bíó“ mynd.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Það er í fínasta standi eins og er. Þó svo að ég myndi alveg taka vel í gosvél og skyndibita þá get ég alveg eins drullast á einn af þessum fjölmörgu skyndibitastöðum út um allan bæ.

Hver er þinn helsti galli?
Adidas gallinn minn er í miklu uppáhaldi.

Hvað er heitasta parið í skólanum?
Hjörtur og Birta.

Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?
Í fyrsta lagi myndi ég tileinka framkvæmdarstjóra NFS stæði nálægt inngangi skólans. Síðan myndi ég leyfa frjálsa mætingu fyrir nemendur yfir 18 ára. Þessa hugmynd sá ég á twitter, best að taka það fram svo ég verð ekki kærður fyrir brot á höfundarrétti.

Áttu þér viðurnefni?
Yfirleitt er það bara Óli, pabbi minn hefur eitthvað verið að notasta við Óls Lave Hansen, hann vill halda þessu hipp og kúl.

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?
Ég hef mikið vera að vinna með „Sællettu“ og síðan erum við vinirnir mikið í að breyta öllum sérhjóðum í töluðu mál í „ö“ það er alveg granít.

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Það mætti vissulega bæta ýmislegt og mun ég vinna hörðum höndum í að tryggja mikla skemmtun. Annars held ég að ef nemendur myndu spýta í lófana og mæta á sem flesta viðburði að það myndi hjálpa stemmningunni í kringum félagslífið alveg gífurlega.

Áhugamál?
Þar ber helst að nefna bíómyndir og kvikmyndaframleiðslu, svo stunda ég mikið tölvuhangs.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
Ef allt gengur að vonum mun ég starfa við bíómyndir, annaðhvort fyrir framan myndavélina eða aftan. Háskóli er alla vegana ekki á planinu eins og er.

Ertu að vinna með skóla, ef já hvar þá?
Nei, en er að kljást við mikila fátækt eins og er þannig að ég vil endilega að þið hafið samband ef þið hafið eitthverja vinnu til að bjóða (772-5771), er kannski eitthvað laust hjá VF?

Hver er best klædd/ur í FS?
Hjörtur vinur minn leggur mikinn metnað í fatakaup og ég verð að segja að það sýnir sig.

Spurningu fyrir næsta FS-ing vikunnar?
Hvaða viðburði vantar í FS?

Eftirlætis:

Kennari
Viðskipta H-in tvö, Hlynur og Hörður.

Fag í skólanum
Enska og viðskipta/hagfræðiáfangarnir hans Hlyns.

Sjónvarpsþættir
Breaking Bad, Arrested Development og Mad Men.

Kvikmynd
Oldboy, The Good The Bad and The Ugly og Fight Club

Hljómsveit/tónlistarmaður
Kanye West og Frank Sinatra

Leikari
Michael Fassbender og Daniel-Day Lewis.

Vefsíður
Twitter og Reddit svona helst.

Flíkin
Jogging-Buxur, engar sérstakar. Allar Joggingbuxur eru góðar buxur.

Skyndibiti
Villabar og Dominos

Hvað tónlist fílarðu í laumi (guilty pleasure)?
Ég verð að viðurkenna að Adele platan er með vandræðalega mörg play á itunes hjá mér.