FS-ingar kveðja verkfallið með veislu
FS-ingar ætla að fagna því að verkfall framhaldsskólakennara sé loks á enda með því að slá upp veislu í 88-húsinu við Hafnargötu. Til stendur að halda sérstakt listakvöld þar sem verður boðið upp á tískusýning eftir íslenska hönnuði þar sem Haffi Haff kynnir. Listaverk eftir nemendur skólans og utanaðkomandi listamenn verða einnig til sýnis en öllum er frjálst að mæta á viðburðinn sem hefst klukkan 20:00 föstudaginn 11. apríl. Einnig verður boðið upp á léttar veitingar.