FS-ingar höfnuðu í 2. sæti í hönnunarkeppni
FS-ingar nældu sér í 2. sætið í HR- áskoruninni svokölluðu í gær. MR-ingar sigruðu og MA náði þriðja sætið.
Það munaði rétt 5 sekúndum á milli FS-inga og MR.
Áskorunin er hönnunarkeppni sem er opin öllum þeim sem hvorki hafa lokið háskólanámi né eru skráðir í háskólanám.
Keppendur þurftu að leysa ákveðna þraut sem reynir á tæknilegt innsæi og úrræðasemi. Keppt er árlega á vorönn og glímt er við nýja þraut hverju sinni. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir þau lið sem standa sig best.
HR-Áskorunin 2012 fólst í því að hanna og smíða vél sem flytur geisladisk frá upphafsstað til lokastaðar. Vélin fer í gegnum a.m.k. 20 aðgerðir og þarf geisladiskurinn að hafa viðkomu á a.m.k. tveimur öðrum stöðum en upphafi og endi.
Keppendur fyrir hönd FS voru:
Björn Geir Másson
Garðar Sigurðsson
Grétar Hilmarsson
Guðmundur Hermann Salbergsson
Gunnar Örn Bragason
Jón Gunnar Sæmundsson
Sigurður Jón Sigmundsson