FS-ingar heimsóttu Blómaval
 Nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í áfanganum TÁR 196 heimsóttu verslunina Blómaval á dögunum. TÁR stendur fyrir textíl og hár en í þessum námskeiði er tveimur áföngum splæst saman úr textíldeild skólans og hárdeild.
Nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í áfanganum TÁR 196 heimsóttu verslunina Blómaval á dögunum. TÁR stendur fyrir textíl og hár en í þessum námskeiði er tveimur áföngum splæst saman úr textíldeild skólans og hárdeild.
Í heimsókninni lærðu nemendur að pakka inn gjöfum fyrir hin ýmsu tækifæri og fengu að kynnast nánar starfinu innan Blómavals. 
Kennarar námskeiðsins eru þær Katrín Sigurðardóttir, kennari í fatahönnunar- og textíldeild FS, og Svava Jóhannesdóttir, kennari við hársnyrtideild FS.
Það er mikið um að vera hjá krökkunum í TÁR 196 en á næstunni er áætluð heimsókn í snyrtiskóla og Íslensku Óperuna. Hjá Íslensku Óperunni fá krakkarnir að kíkja baksviðs fyrir uppsetningu Kabaretts og fylgjast með leikurum í undirbúningi og að lokum mun hópurinn sjá verkið. 
VF-mynd/ www.fss.is
 


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				