FS-ingar brugðu undir sig betri fætinum
Nemendur FS af tölvuþjónustubraut brugðu undir sig betri fætinum á dögunum og heimsóttu vefhönnunarfyrirtækið Kosmos & Kaos í Reykjanesbæ ásamt kennaranum Rósu Guðmundsdótur. Nemendur fræddust um hvernig vinnuferlið við hönnun og uppsetningu á vefsíðum fer fram og fengu að sjá sýnishorn af hönnunar- og forritunarferlinu.
Að heimsókn lokinni voru nemendur fullir af innblæstri og eldmóði en frá þessu er greint á heimasíðu FS.