FS – ingar á slökkvistöðinni
Nemendur af sjúkraliðabraut við Fjölbrautaskóla Suðurnesja heimsóttu slökkvistöðina í Keflavík á dögunum og kynntu sér þar störf sjúkraflutningamanna.
Hópurinn fékk góðar móttökur og farið var í gegnum vinnuumhverfi sjúkraflutningamanna og vinnuaðstöðu í sjúkrabílunum. Auk þess var nemendum sýnd ýmis konar tæki og tól sem notuð eru til að sinna sjúklingum og hlúa að slösuðum.
www.fss.is