Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Frumsýna skemmtilegt barna- og fjölskylduleikrit á morgun
Laugardagur 12. september 2009 kl. 12:55

Frumsýna skemmtilegt barna- og fjölskylduleikrit á morgun


Leikhópurinn GRAL í Grindavík fumsýnir barna- og fjölskylduleikritið Horn á höfði sunnudaginn 13. september klukkan 14:00 í húsnæði Mamma Mia að Hafnargötu 7a í Grindavík en þar er búið að innrétta virkilega smekklegt leikhús. Uppselt er á sýninguna.

Verkið skrifa þeir Bergur Þór Ingólfsson og Guðmundur S. Brynjófsson en þeir fengu tilnefningu til Grímuverðlauna á síðasta leikári ásamt Víði Guðmundssyni fyrir leikritið 21 manns saknað sem sýnt var í Saltfiskssetri Íslands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Víkurfréttir tóku sjónvarpsviðtal við Víði Guðmundsson sem segir leikhúsið lítið og vinalegt og nógu stórt þar sem leikhúsgestir eru í mikilli nálægð við leikendur. Þá er sýnt brot úr verkinu og má heyra t.d. eitt lag sem Villi naglbítur semur líkt og aðra tónlist í leikritinu.