Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Frumsýna myndband eftir franska listmanninn Vincen Moon – Tekið upp í Vogum
Fimmtudagur 29. september 2011 kl. 09:12

Frumsýna myndband eftir franska listmanninn Vincen Moon – Tekið upp í Vogum

Haustið 2010 sótti hinn þekkti franski kvikmyndagerðarmaður Vincent Moon Ísland heim.

Tilgangur ferðarinnar var að taka upp myndbönd þar sem íslenskir tónlistarmenn koma fram. Tónlistarmyndbönd Vincent's Moon eru óvenjuleg og hafa vakið verðskuldaða athygli. Hann hefur m.a. tekið upp kanadísku rokksveitina Arcade Fire og söngkonuna sálugu Lhasa de Sela.

Fyrr í vikunni voru myndböndin sem Moon tók upp hér á landi frumsýnd, á meðal þeirra er myndband við lög hljómsveitarinnar Pascal Pinon en það var tekið upp í Vogunum. Í mynbandinu má sjá Kálfatjarnarkirkju bregða fyrir og hressum golfurum á golfvelli Golfklúbbs Vatnsleysustrandar. Upphaf myndbandsins er tekið upp í Minni-Vogum þar sem Menningarverkefnið Hlaðan hefur aðsetur en fyrsta breiðskífa Pascal Pinon var tekin upp þar.
 
Hér má sjá  myndbandið

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024