Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Frostrósir í Reykjanesbæ í fyrsta sinn
Þriðjudagur 5. október 2010 kl. 14:43

Frostrósir í Reykjanesbæ í fyrsta sinn

Þann 9. desember verða Frostrósartónleikar haldnir í Andrew's Theater á Ásbrú og er það í fyrsta sinn sem Frostrósirnar heimsækja Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrir helgi var tilkynnt um þá listamenn sem koma fram og hvar tónleikarnir verða í ár. Alls verða haldnir tólf tónleikar víða um land og Suðurnesjamenn fá nú í fyrsta skipti að njóta þeirra í heimabyggð. Sannkallað stórskotalið listamanna kemur fram á tónleikunum, en þetta eru Garðar Thór Cortes, Jóhann Friðgeir, Hera Björk, Friðrik Ómar, Regína Ósk og Ragnheiður Gröndal. Auk þess sem tónleikastöðum Frostrósa hefur verið fjölgað hefur einnig fjölgað í liði söngvara, þeir verða nú sex en voru fimm á síðasta ári. Karl Olgeirsson er tónlistarstjóri sem fyrr og hefur veg og vanda af útsetningum.

Á þeim tæpa áratug sem nú er liðinn frá fyrstu tónleikunum hafa Frostrósir orðið fjölsóttasti tónlistarviðburður landsins en alls sóttu 22 þúsund gestir tónleikana í fyrra og í heild eru gestir orðnir yfir 70 þúsund frá upphafi. Miðasala hefst miðvikudaginn 20. október en sérstök forsala hefst 19. október fyrir þá sem hafa skráð sig á póstlista á vefnum frostrosir.is eða á facebook síðu Frostrósa, http://www.facebook.com/frostrosir.