Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 29. nóvember 2001 kl. 09:29

Fróðleikur og skemmtun í kirkjunum

Ferðamálasamtök Suðurnesja í samvinnu við sóknarpresta á Reykjanesi standa fyrir kirkjuskoðunardegi á Reykjanesi sunnudaginn 2. desember n.k. Þá verða til sýnis Kálfatjarnarkirkja á Vatnsleysuströnd, Innri-Njarðvíkurkirkja, Útskálakirkja í Garði, Hvalsneskirkja við Sandgerði og Kirkjuvogskirkja í Höfnum. Allar eiga þessar kirkjur það sameiginlegt að vera elstu kirkjur á svæðinu þar sem sérkennilegur byggingarstíll sérkennir þær sem og rík saga. Kirkjurnar verða opnar frá kl 13til 17 og þá verður veittur fróðleikur um kirkjurnar. Það er gráupplagt að skoða nágrannakirkjurnar eða sækja aðventumessur í næstu sókn.
Aðventumessur verða í Útskálakirkju kl. 14 og Hvalsneskirkju kl. 17. Barna og unglingakórar syngja í báðum kirkjum. Þá verður aðventustund í Kálfatjarnarkirkju kl 17. Eftir messu í Útskálakirkju verður basar Kvenfélagsins Gefn í Garði í safnaðarheimili Sæborgu.
Víða verður kaffi á könnunni.
Byggðasafnið á Vatnsnesi í Keflavík verður opið frá kl. 14 til 17, Byggðasafnið við Garðskagavita og Minjasafn SVFÍ í Garði opin frá kl. 13 til 17 og Sædýrasafnið í Höfnum verður opið frá kl. 14 til 16.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024