Fróðlegt málþing í Duushúsum
Fróðlegt málþing var í Duushúsum um helgina þar sem Félag þjóðfræðinga á Íslandi, Sagnfræðingafélag Íslands auk Suðurnesjamanna héldu landsbyggðarráðstefnu undir yfirskriftinni „Gaman er að koma í Keflavík“.
Þar stigu margir fræðimenn á stokk og fjölluðu um samskipti Varnarliðsins og Íslendinga, sérstaklega í næsta nágrenni við Varnarstöðina. Meðal þeirra sem fluttu erindi voru Eggert Þór Bernharðsson, sagnfræðingur, sem fjallaði um dægurtónlist, erlend áhrif, bandaríska herinn og Völlinn, Gestur Guðmundsson, félagsfræðingur, sem fjallaði um Kanaskríl í Keflavík, Ameríkaniseringu, þjóðmenningu og sjávarseltu í íslensku rokki og Kristján Pálsson formaður ferðamálasamtaka Suðurnesja sem fjallaði um áhrif bandaríska varnarliðsins á mannlíf á Suðurnesjum, neyslu, dægurmenningu, málfar og samskipti kynjanna.
Þá fór Helgi Hólm yfir 65 ára útgáfusögu Faxa og auk þess hélt Þór Tjörvi Þórsson, sagnfræðingur afar áhugaverða framsögu um tilraunir Hljóma frá Keflavík til heimsfrægðar á sjöunda áratugnum. Rúnar Júlíusson var viðstaddur og sagði aðspurður að heimsfrægðardraumarnir væru enn við lýði í herbúðum Hljómanna síungu.
Helstu styrktaraðilar ráðstefnunnar voru: Reykjanesbær, Byggðasafn Reykjanesbæjar, Iceland Express, menntamálaráðuneyti og utanríkisráðuneyti.
Þar stigu margir fræðimenn á stokk og fjölluðu um samskipti Varnarliðsins og Íslendinga, sérstaklega í næsta nágrenni við Varnarstöðina. Meðal þeirra sem fluttu erindi voru Eggert Þór Bernharðsson, sagnfræðingur, sem fjallaði um dægurtónlist, erlend áhrif, bandaríska herinn og Völlinn, Gestur Guðmundsson, félagsfræðingur, sem fjallaði um Kanaskríl í Keflavík, Ameríkaniseringu, þjóðmenningu og sjávarseltu í íslensku rokki og Kristján Pálsson formaður ferðamálasamtaka Suðurnesja sem fjallaði um áhrif bandaríska varnarliðsins á mannlíf á Suðurnesjum, neyslu, dægurmenningu, málfar og samskipti kynjanna.
Þá fór Helgi Hólm yfir 65 ára útgáfusögu Faxa og auk þess hélt Þór Tjörvi Þórsson, sagnfræðingur afar áhugaverða framsögu um tilraunir Hljóma frá Keflavík til heimsfrægðar á sjöunda áratugnum. Rúnar Júlíusson var viðstaddur og sagði aðspurður að heimsfrægðardraumarnir væru enn við lýði í herbúðum Hljómanna síungu.
Helstu styrktaraðilar ráðstefnunnar voru: Reykjanesbær, Byggðasafn Reykjanesbæjar, Iceland Express, menntamálaráðuneyti og utanríkisráðuneyti.