Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Froðan mun flæða
Fimmtudagur 15. febrúar 2007 kl. 21:10

Froðan mun flæða

Fyrsta almenna froðupartí landsins verður haldið á skemmtistaðnum Trix í Reykjanesbæ laugardaginn 17. febrúar næstkomandi. Í síðustu viku var froðuvélin góða ræst í fyrsta sinn á skólaballi FS en nú eru allir velkomnir.
Forsala miða fer fram í söluturninum Ungó og hefst í dag klukkan 13:00, en það er hluti af ferðalagi froðuvélarinnar sem mun koma við á Selfossi, Egilsstöðum, Akureyri, Reykjavík, Vestmannaeyjum og Ísafirði á næstu vikum. Miðaverð er 1000 kr.- í forsölu og 1500 kr.- við hurð.
Froðan byrjar að flæða í kringum miðnætti og hættir eki fyrr en komið verður undir morgun. „Þetta verður öðruvísi kvöld með mikilli froðu og dúndrandi tónlist,“ sagði Atli Már Gylfason, annar eigenda The Royal Entertainment Group sem sjá um skipulagningu kvöldsins. Hann vill að lokum minna þá sem hyggja á að stíga sporið í froðunni á að klæða sig eftir því.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024