Frjáls mæting fyrir alla nema busa
- Áslaug Gyða er FS-ingur vikunnar
FS-ingur: Áslaug Gyða Birgisdóttir.
Á hvaða braut ertu? Raunvísindabraut.
Hvaðan ertu og aldur? Er frá Grindavík og er 17 ára gömul.
Helsti kostur FS? Hann er næst heimabænum mínum.
Hver eru þín áhugamál? Fótbolti.
Hvað hræðist þú mest? Ég er frekar hrædd við sjóinn.
Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Hulda Ósk er framtíðar forseti Íslands.
Hver er fyndnastur í skólanum? Arna Sif Elíasdóttir.
Hvað sástu síðast í bíó? It.
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Meira úrval og tyggjó.
Hver er þinn helsti kostur? Gáfur mínar.
Hvaða app er mest notað í símanum hjá þér? Snapchat, Instagram og Facebook.
Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Myndi hafa frjálsa mætingu fyrir alla nema busa.
Hvað heillar þig mest í fari fólks? Húmor.
Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Það mætti vera betra.
Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Veit það ekki ennþá.
Hvað finnst þér best við það að búa á Suðurnesjunum? Matsölustaðurinn hjá Höllu í Grindavík.
Hvað myndir þú kaupa þér ef þú ættir þúsund kall? Örugglega nammi.
Eftirlætis-
Kennari: Anna Taylor.
Mottó: Þetta reddast.
Sjónvarpsþættir: Friends.
Hljómsveit/tónlistarmaður: Sam Smith.
Leikari: Rebel Wilson.
Hlutur: Síminn minn.