Frístundabændur rétta í Grindavík
Fjölmargir frístundabændur halda sauðfé í Grindavík. Þeir voru með réttir sl. laugardag þegar fé var dregið í dilka í Þórkötlustaðarétt við Grindavík. Það var mikið líf og fjör í réttunum en eins og oft áður er talið að þar hafi verið fleira fólk en fé. Meðfylgjandi myndir voru teknar í réttunum. VF-myndir: Hilmar Bragi