Friður í Reykjanesbæ
Árni Sigfússon bæjarstjóri opnaði í dag formlega sýningu 1.300 grunnskólabarna í Reykjanesbæ á myndum sem tileinkaðar eru friði árið 2003. Opnun sýningarinnar er hluti af Frístundahelgi í Reykjanesbæ sem nú stendur sem hæst. Myndirnar verða til sölu sunnudaginn 27. apríl n.k. kl. 14.00 og rennur allur ágóði af sölu þeirra til unglingadeildar Rauða krossins sem lætur upphæðina renna til stríðshrjáðra barna. Sérstakir styrktaraðilar verkefnisins eru Sparisjóðurinn í Keflavík og Reykjanesbær.Sýning á myndunum er í íþróttahúsi Myllubakkskóla.