Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 23. apríl 2003 kl. 10:12

Friður í Reykjanesbæ

Öllum grunnskólabörnum í Reykjanesbæ var boðið að taka þátt í verkefninu, Friður í Reykjanesbæ. Verkefnið er unnið í samstarfi við unglingadeild Rauða Krossins á Suðurnesjum. Nemendur áttu að teikna eða mála myndir út frá orðinu friður. Verkefnið var unnið undir leiðsögn myndlistarkennara skólanna. Alls bárust um 1.300 myndir frá nemendum skólanna og verða allar myndirnar hengdar upp í skrúðgarðinum við Tjarnargötu föstudaginn 25. apríl kl. 14.00 og mun Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar opna sýninguna.Sunnudaginn 27. apríl kl. 14.00 verða myndirnar til sölu og er verð hverrar myndar 100 krónur og rennur allur hagnaður til Unglingadeildar Rauða Krossins sem lætur upphæðina renna til stríðshrjáðra barna.

Sérstakir styrktaraðilar þessa verkefnis eru Sparisjóðurinn í Keflavík og Reykjanesbær.

Verkefnið er unnið í tengslum við Frístundahelgina í Reykjanesbæ.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024