Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Friðarganga í Grindavík á morgun
Þriðjudagur 10. desember 2013 kl. 09:34

Friðarganga í Grindavík á morgun

Hin árlega friðarganga Grindvíkinga verður miðvikudaginn 11. desember n.k. Gangan er samstarfsverkefni skólastofnanna í Grindavík. Gangan hefst kl. 09:00 og verður gengið fylktu liði frá hverjum skóla að Landsbankatúninu. Markmið göngunnar er að efla samkennd og samhug með því að boða jákvæðni, gleði og kærleika í samfélaginu. 

DAGSKRÁ:
Hver árgangur grunnskólans frá 1. - 8. bekk myndar hring á Landsbankatúninu. Umsjónarkennarar upplýsa nemendur um fyrirkomulag göngunnar og tilgang. Umsjónarkennarar nemenda í 9. og 10. bekk undirbúa sína nemendur vel í því aðstoða yngstu börnin. Hvað felst í því, ábyrgð o.s.frv. Hvor leikskóli um sig myndar tvo hringi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sr. Elínborg flytur stutt friðarávarp og síðan verður örstutt þögn þar sem hver og einn upplifir friðinn í sjálfum sér. Að lokum munu allir syngja fjögur lög; Ég sá mömmu kyssa jólasvein, Bráðum koma blessuð jólin, Snjókorn falla og Bjart er yfir Betlehem við undirleik Ingu Þórðardóttur, skólastjóra Tónlistarskólans í Grindavík. Stúlknakór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn. Að loknum söng gengur hver hópur til síns skóla.

Lögreglan mun aðstoða við að loka götum og starfsmenn HS Orku munu sjá til þess að slökkt verði á ljósastaurum milli kl. 08:45 - 09:45.

Leikskólarnir munu bjóða foreldrum að taka þátt í göngunni. Eldri borgurum verður send tilkynning og þeir hvattir til að taka þátt og mæta á Landsbankatúnið. Öll börn munu koma með vasaljós til að lýsa upp skammdegið.