Fríða Rögnvalds opnar sýningu
 Fríða Rögnvaldsdóttir myndlistarkona opnar í dag sýninguna  FORKAR OG FAGRAR MEYJAR í Listasal Saltfiskseturs Íslands í Grindavík.
Fríða Rögnvaldsdóttir myndlistarkona opnar í dag sýninguna  FORKAR OG FAGRAR MEYJAR í Listasal Saltfiskseturs Íslands í Grindavík.
Fríða hefur víða vakið athygli fyrir verk sín. Hún var í Baðstofunni í Keflavík frá árinu 1986-1999.
Árið 1999 fékk Fríða inngöngu í Academie of Fine Kust í Tongeren í Belgíu og var það í málunardeild til haustsins 2001.
Fríða hefur sótt námskeið í Myndlistarskóla Kópavogs í vatnslitamálun og hjá Myndlistar- og handíðaskóla Íslands í módel- og fjarvíddarteikningu.
Hún hefur tekið þátt í mörgum samsýningum hér heima og einnig haldið fjölmargar einkasýningar. 
Sýningin stendur til 25. mars.
Saltfisksetrið er opið alla daga frá kl. 11:00- 18:00.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				