Mánudagur 3. apríl 2006 kl. 16:59
Fríða opnar sýningu
Listakonan Fríða Rögnvaldsdóttir opnar sýningu næsta laugardag, 8. apríl í listasal Saltfiskseturs Íslands, að Hafnargötu 12a í Grindavík.
Fríða hefur undanfarin ár unnið myndir í steypu og mun á sýningunni sýna sínar nýjustu myndir.
Sýningin verður opin alla daga frá 8. apríl til 1. maí kl. 11-18.