Fríða formaður Norræna félagsins í Grindavík
Norræna félagið í Grindavík var endurvakið á laugardaginn þegar aðalfundur þess fór fram í Kvikunni. Fríða Egilsdóttir var kjörin formaður en með henni í stjórn eru þau Valdís Kristinsdóttir, Halldóra Guðbjörg Sigtryggsdóttir, Eydna Fossádal og Rúna Szmiedówicz. Í varastjórn eru Halldór Lárusson og Kristín Gísladóttir.
Í nýjum lögum félagsins segir m.a. að tilgangur félagsins er að efla norrænt samstarf á öllum sviðum samfélagsins, efla frið og skilning Norðurlandaþjóðanna á milli og þeirra og annarra þjóða út á við.
Norræna félagið í Grindavík var mjög öflugt á sínum tíma. Er mjög ánægjulegt að félagið skuli hafa verið endurvakið til að efla norræn tengsl. Á lok aðalfundurins voru lagðar fram gamlar úrklippumöppur frá heimsóknum félagsins m.a. til Piteå, Rovaniemi og Færeyja og má sjá nokkrar myndir frá þeim úrklippum hér að neðan.
Sjá nánar á vef Grindavíkurbæjar.